Við höfum metnað fyrir því að þú gerir meira!

Frumkvöðlaskólinn var stofnaður af tveimur viðskipta- og frumkvöðlamarkþjálfum sem eru með mikinn metnað fyrir því að skapa fólki umhverfi til að gera meira í lífinu. Markmiðið með Frumkvöðlaskólanum er að virkja einstaklingsmiðaðan frumkvöðlakraft hjá fólki til að skapa sér betri fjárhagslegri stöðu og þannig eiga möguleika á að njóta lífsins betur. 

 • Þú skapar þér möguleika til að gera meira og ná lengra
  Sumir fá forskot og alast upp í umhverfi sem skapar þeim þá sérstöðu og þekkingu sem þarf til að starfa sjálfstætt. Þessi þekking og reynsla færist síðan oft á milli kynslóða og við sjáum þetta koma fram í þriðju og fjórðu kynslóð aðila í atvinnurekstri. Flestir koma hins vegar úr hefðbundnu uppeldisumhverfi þar sem foreldrar stunda almenna launavinnu og upplifa að þurfa að takmarka sig við hefðbundnar launatekjur.
   

 • Þú lærir á leikreglurnar í hagkerfinu
  Grunnmarkmið og tilgangur Frumkvöðlaskólans er að bjóða fólki sem hefur alist upp í hefðbundnu uppeldisumhverfi nýjan valkost með aðgangi að þekkingu, upplýsingum og reynslu til að starfa sjálfstætt, læra á leikreglurnar í hagkerfinu og þannig náð þessu aðrir fengu sem forskot í sínu uppeldisumhverfi.
   

 • Þú lærir að verða skuldlaus og auka þínar tekjur
  Grunn hugmyndafræðin byggir á því að læra það sem við köllum vörnina til að verða skuldlaus, sóknina til að afla meiri tekna og leikreglurnar í hagkerfinu til að skapa sér sterkari fjárhagslegri stöðu. Þátttakendur geta valið mismunandi náms- og verkefnaleiðir byggt á persónulegum grunni og þeim markmiðum sem hver og einn hefur.
   

 • Þú færð frumkvöðla- og viðskiptamarkþjálfun
  Ásamt öflugu náms- og verkefnaumhverfi er boðið upp á einstaklingsmiðaða viðskipta- og frumkvöðlamarkþjálfun þar sem hverjum þátttakanda er fylgt eftir á hans eigin forsendum.
   

 • Þú verður hluti af öflugu frumkvöðlasamfélagi
  Þeir sem fara saman í gegnum Frumkvöðlaleiðina mynda masterhóp og verða þannig þátttakendur í árangri og velgengni hvers annars. Þarna er að finna, umræðuhópa, hugmyndavinnu, rannsókni, þróunarvinnu, mentor liðveislu og jafningjafræðslu. Samhliða þessu verða þátttakendur hluti af öflugu frumkvöðlasamfélagi þar sem áhersla er lögð á samstarf, samkennd, stuðning og samstöðu. Umhverfi þar sem allir vinna saman að því að styrkja hvern annan

© 2019 Frumkvöðlaskólinn 
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

 • Facebook