Lærðu að efla þína fjárhagslegu stöðu?

Af hverju eiga sumir alltaf fullt af peningum á meðan aðrir glíma stöðugt við erfiðan fjárhag? Margir telja að auður (eða skortur á honum) sé eðlileg afleiðing af því hvernig maður var alinn upp, en það eru fjölmörg dæmi um fólk sem býr langt yfir eða undir fjárhagslegri stöðu sinna foreldra.Sumir sem erfa mikinn auð tapa því öllu, en aðrir bæta við hann. Sumir sem erfa litla sem enga peninga verða mjög auðugir og aðrir ekki.


Mörg systkyni alast upp með svipaðan bakgrunn og menntunarstig og sum verða rík á meðan önnur eiga stöðugt erfitt með að greiða sína reikningana.

Erfðir eða uppeldi ákvarða ekki endilega hversu fjárhagslega farsællt fólk verður.

Önnur vinsæl skoðun er sú að menntun ákvarði starfsferil og leggi grunn að góðri fjárhaglegri stöðu og það er nokkur fylgni milli menntunarstigs og hærri launa, en allar starfsgrein innihalda fólk með sterka fjárhagsstöðu og einnig marga sem eru skuldugir upp fyrir haus.


Sannleikurinn er sá að sumir fylgja meginreglum um fjárhagslega hæfni og sumir ekki. Sömuleiðis detta sumir lögmenn, bankamenn, bankastjórar og læknar í miklar skuldir og hunsa reglur um fjárhagslegan árangur, en aðrir ekki. Þetta á við allar starfsgreinar og fólk í mismunandi lífsstíl.


Með öðrum orðum, það er ekki það sem þú býrð til heldur það sem þú geymir sem ákvarðar fjárhagslegur árangur. Fólk getur verið fjárhagslega traust með tekjur upp á 3 milljónir á ári, en hins vegar getur fólk verið gjaldþrota með 50 milljónir á ári.


Það eru mörg dæmi um þennan veruleika. Flestir myndu gera ráð fyrir að fjölskyldan í nýja Cadillac jeppanum sem klæðist hönnuðum merkjafötum sé fjárhagslega betur stödd en fjölskyldan í gamla bílnum í gallabuxum og stuttermabol. Í nútímaheimi getur þetta verið mjög villandi. Fólkið á gamla bílnum gæti þénað miklu meiri peninga - miklu meira - og gæti miklu frekar haft efni á Cadillac og merkjafötum en fyrri fjölskyldan. Einmitt, fjölskyldan á flotta jeppanum lifir kannski á skuldum, en fjölskyldan á gamla bílnum forðast skuldir og leggur áherslu á sparnað og fjárfestingar.


Meginreglurnar um hvernig þú eignast peninga

Í stuttu máli þá eru til ákveðnar meginreglur um fjárhagslega hæfni. Þeir sem skilja og beita þessum margsönnuðu reglum munu sjá bættan fjárhag, hagsæld og jafnvel auð, óháð bakgrunni, menntun eða fyrri reynslu. Aftur á móti berjast þeir áfram í óbreyttri stöðu - af hvaða ástæðu sem er – sem ekki þekkja eða framfylgja meginreglunum um góða fjárhagslegu hæfni.

Fjárhagsfærni er eins og líkamsrækt og þarf tvennt: að vita hvað þarf að gera og að grípið sé til aðgerða til að gera það.

Það er mjög erfitt að ná líkama þínum í form ef þú trúir að bollakökur, skyndibiti, franskar kartöflur og nammibar sé hollara en grænmeti, ávextir, magurt kjöt, fiskur og heilkorn. Ef þér finnst betra að sitja í sófanum en að stunda líkamsrækt, þá er líklegt að þú komist ekki langt.


Það er heldur ekki nóg að vita hvað er heilbrigt. Ef þú veist að skyndibiti og sælgæti er ekki eins gott fyrir þig eins og heilkorn og grænmeti, en borðar samt sælgæti og sætabrauð í flestar máltíðir, eða sleppir bara máltíðunum og ert á örvandi lyfjum eins og kaffi eða gosdrykkjum, mun líklega öll þín viðleitni til að verða heilbrigðari líða hjá. Ef þú veist að þú ættir að æfa en ferð aldrei í það, kemur þú líkama þínum aldrei í form.

Til að verða fjárhagslega vel stæður aðili þarf að vita hvað er fjárhagslega hollt og beita síðan þeirri þekkingu.

Það er það sem okkar leið fjallar um. Þú munt læra meginreglurnar sem fela í sér fjárhagslega færni ásamt mikilli þekkingu og tækni til að beita þessum þáttum.

Á endanum er þín fjárhagslega framtíð undir þér komin.

Rétt eins og með líkamsrækt þá er þín fjárhagslega færni í þínum höndum. Þú hefur vald til að upplifa þína fjárhagslegu drauma, komast út úr skuldum, auka þínar tekjur, breyta gömlum venjum sem hafa hindrað þinn fjárhagslegan árangur og breytt þínum fjárhagslegu veikleikum í styrkleika. Þetta er mjög spennandi veruleiki! Þetta þarf að endurtaka: Þú hefur afl til að lifa þína fjárhagslegu drauma, hver sem þeir eru


Frumkvöðlaleiðin leggur einmitt grunn að þessari fjárhagslega færni og þekkingu og kennir þér tækni til að beita þessum þáttum til að lifa þína fjárhagslegu drauma, hver sem þeir eru.


Þýtt úr bókinni "Finacial Fitness" eftir Chris Brady og Orrin Woodward.

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

  • Facebook