Skynsamleg fjármálastjórnun fyrir nýjan rekstur

Þegar þú startar nýju fyrirtæki eru fjármálin kannski það sem þú vilt síst hugsa um, en þetta er því miður slæmur ávani margra sem fara af stað með nýjan rekstur.

Krafan um ótímabæra velgengni og of mikla arðsemi getur haldið aftur af nýju fyrirtæki. Það skiptir engu máli hversu mikla þekkingu þú hefur á fjármálum fyrirtækja, þar eru helstu spurningar og úrræðin til að hafa í huga. Hér eru fjögur atriði til að hafa í huga varðandi þína fjárhagslegu stöðu:

  1. Viðurkenndu þína þekkingu eða vanþekkingu á fjárhagslegum málum. "Mjög lágt hlutfall eigenda nýrra fyrirtækja fer í raun yfir allar tölur í fjármálum í hverjum mánuði og enn færri skilja raunverulega allar tölur í þessu umhverfi" segir fjármálaráðgjafinn Barry Moltz. Að safna saman réttu verkfærunum og fræðsluefni til að skilja og stjórna fjármálum fyrirtækisins tekur tíma, en það mun spara þér mikið af streitu og mikla peninga. Ekki vera hrædd/ur við að viðurkenna þegar þú skilur ekki eitthvað.

  2. Þú þarft að ákveða hverjar fjárhagslegar og markaðslegar þarfir eru. Þegar þú ert komin/n með upplýsingar um fjármálalegar þarfir fyrirtækisins, þarftu að spyrja erfiðra spurningar sem eiga sérstaklega við um þitt fyrirtæki: Hversu mikið fjármagn þarf ég að fara af stað með þetta fyrirtæki? Hversu langur tími mun líða þar til vara og/eða þjónusta fyrirtækisins mun verða arðbær? Það er ekki til fullkomið svar til við þessum spurningum. Þetta fer algjörlega eftir þínum væntingum, sem ættu að vera eins þröngar og afmarkaðar og mögulegt er í upphafi. "Frumkvöðlar reyna oftast að miða á eins breiðan markhóp og mögulegt er," segir Moltz. "Það mun bara leiða til meiri samkeppni." Að hafa góðan skilning á þinni stöðu mun hjálpa til við að svara þessum spurningum með nákvæmari hætti. Til dæmis mun þjónustufyrirtæki þurfa miklu minna rekstrarfé til að byrja en fyrirtæki í vörusölu sem gerir kröfu til meiri útgjalda. Sama hver markaðurinn er, lykillinn er að fara ekki fram úr sér í útgjöldum. "Stofnendur nýrra fyrirtækja eyða allt of miklum peningum á upphafsstiginu," segir Moltz. Það virðist rökrétt - því meiri peningum sem þú eyðir í að ná í viðskiptavini, því fleiri viðskiptavini færðu. Því miður er þetta yfirleitt ekki raunin. Það er þarna sem arðsemin kemur inn.

  3. Gerðu fjárhagsáætlun til að meta arðsemi. Alveg eins og að ákveða hversu mikið fjármagn þú þarft til að hefja rekstur fer framtíðar arðsemi þín eftir mörgum þáttum. "Það getur tekið fyrirtæki einhvern tíma til að verða arðbært og þú þarft að hafa sjóðstreymi til að styðja við bakið á rekstrarumhverfinu þangað til" segir Moltz. Hins vegar segir hann að flestir eigendur lítilla fyrirtækja þurfi að ná arðsemi á fyrsta ári til að fyrirtæki geti orðið sjálfbær. Með því að gefa sér tíma til að gera fjárhagsáætlun – ertu komin með stjórnunartæki sem áætlar arðsemi miðað við fyrri, núverandi og framtíðar fjárhagslegar aðstæður - þá ættirðu að vita nokkurn vegin í byrjun hvenær þú nærð að vera með jákvæða niðurstöðu í fjármálum. "Yfirspá í tekjum og undirspá í útgjöldum er alltaf vandamál" sagði Moltz. Í þínum áætlunum skaltu skera þínar tekjur niður um 50% og tvöfalda þín útgjöld á fyrstu sex mánuðunum eða árinu til að koma í veg fyrir að eyða of miklu. Í þessu sambandi er Moltz með ráð fyrir sína viðskiptavini - Það skiptir engu máli hversu vel þetta virðist líta út sölulega ef þú ert ekki að búa til sjóðstreymi.

  4. Notaðu sérfræðinga. Í lok dagsins er áreiðanlegasta verkfærið þitt varðandi fjárhagsáætlun af gamla skólanum - sérþekking annars aðila. Ráðgjafar, fjármálaráðgjafar, endurskoðandinn þinn eru allt hugsanleg úrræði í þessum efnum. "Margir eigendur fyrirtækja stjórna ekki sínum fjármálum vegna þess að þeir skilja þetta umhverfi ekki," sagði Moltz. Að fjárfesta í aðstoð sérfræðinga til að setja saman áætlun um fjárhagslegan kostnað og vinna góðar fjárhagsáætlanir getur sparað þér mikinn tíma og mikla peninga til lengri tíma litið. Tíminn þinn og peningar eru dýrmæt atriði, svo þú þarft að tryggja að þínum auðlindum séu eytt á skynsaman og skilvirkan hátt. Þú ættir að hafa þetta sama viðhorf gagnvart fjárhagslegri heilsu þíns fyrirtækis. Að gera ótímabæra kröfu til að fyrirtæki nái árangri mun aðeins skaða það til lengri tíma litið. Í staðinn, tileinkaðu verulegum tíma, orku og jafnvel peningum til að viðhalda fjárhagslegri heilsu í þínu fyrirtæki. Tilvísun í grein eftir Rebecka Green

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

  • Facebook