Notaðu húmor til að skapa viðskiptatengsl

Árangur í viðskiptum er oft að snúast um þau áhrif sem við höfum á aðra. Til að hafa áhrif á aðra þarf traust og um leið að vera virk fyrirmynd fyrir þann sem þú ætlar að ná til. Þarna eru líka mjúkar hliðar og sú sem oftast vantar snýst um húmor.

Að geta hlegið er góður hæfileiki til að tengja sig við aðra. Hvers vegna? Vegna þess að fólki líkar að vera hjá fólki sem er skemmtilegt og kemur þeim til að hlægja.

Hér að neðan er tíu leiðir til að auka bæðu húmor og koma fólki til að hlægja:


 1. Ekki taka þig of hátíðlega. Heimurinn er fullur af fólki sem tekur sig of alvarlega og telur sig ómissandi. Fjarlægðu þig frá þessum leiðindapúkum með því að allt alvarega nema sjálfa/n þig.

 2. Sýndu þakklæti. Það sem heldur oft aftur af húmor hjá fólki er að vera í vondu skapi. Ef fólk er í vondu eða þungu skapi, sér það ekki skemmtilegu hliðina á málunum. Þú getur ekki skilið húmor nema vera þákklát/ur og ánægð/ur.

 3. Láttu mistökin skipta máli. Yndislegasta fólkið til að vera með er það sem hlær að sjálfun sér. Fólkið sem er leiðinlegast að vera æi hringum er það sem hlær að öðrum.

 4. Haltu þig frá kaldhæðni. Húmor er hættulegur, sérstaklega þegar hann er bitur og meiðandi. Farðu varlega - sérstaklega þega um er að ræða húmor. Kaldhæðni getur verið skemmtileg fyrir þann sem beitir henni, en aldrei fyrir þá sem vera fyrir henni.

 5. Vertu góðhjartaður/góðhjörtuð. Það sem er yndislegast er að vera góður einstaklingur. Þetta skýn í gegnum allt hjá þessum aðilum. Þegar fólk upplifir að þú vilt engum illt og ert áhugasamur/söm um þeirra velferð, sleppir það öllum fjötrum og er opið fyrir öllu sem þú segir. Þetta gerir það að verkum að fólki finnst allt sem þú segir vera fyndnara.

 6. Segðu sögur. Sumar gleðilegustu stundirnar koma sjálfkrafa í lífinu. Mundu þessar stundir til að nota seinna. Að vera tilbúin/n að segja góðar, hlýlegar og fyndnar sögur eru gríðarleg verðmæti.

 7. Vertu áhugaverður og töfrandi frásagnaaðili. Mark Twain var fyrstur til að upplýsa um þetta leyndarmál. Húmor kemur með því að taka eftir öllum litlu hlutunum í kringum okkur í okkar lífi. Það er þetta atriði sem gerir þig að góðum aðila eins og talað er um í lið 6.

 8. Innleiddu ákveðna tækni. Það eru nokkur tæknileg atriði sem sem tengjast húmor s.s. tímasetning, framsetning, áhrif, drama, látbragð og fleira. Með tímanum og markvissri æfingu getur þú orðið góður aðili í þessu.

 9. Endurnýttu með breytingum. Að fá einhvern aftur inn í gamalt samtal getur verið áhugavert. Vertu alltaf með í huga að taka gamlan húmor inn í nýjar aðstæður.

 10. Vertu góður hlægjandi. Eitt af því sem getur losað um spennu er að vera góður hlægjandi. Léttur og góður hlátur er smitandi. Að vera fljót/ur að tengja við húmor hjá öðrum og þeirra skapgerð léttir andrúmsloftið og gerir fólk betri í að taka við því sem þú segir síðar.

Þeta efni er úr bókinni LIFE eftir Cris Brady og Orrin Woodward (Life Leadership)

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

 • Facebook