Þú getur haft mikil áhrif á þitt eigið líf

Ímyndaðu þér að breytingar í þínu lífi séu eins og vindur sem blæs og þú ert bátur á sjó sem hefur möguleika á að sigla hvert sem er.Án vinds værir þú fastur/föst í miðjum sjónum, en því öflugra sem vindurin blæs, því meira afl færðu í seglin til að koma þér áfram til þíns áfangastaðar. Þín markmið og tilgangur verða síðan eins og ljósmerki í fjarlægð til að stýra þinni stefnu eftir.


Vindurinn blæs hraðar en nokkru sinni fyrr og færir þér frábær tækifæri og mikla áskoranir. Þó að þú getir ekki stýrt stefnunni eða afli vindsins geturðu valið hvernig segl þú notar – eða þitt sjónarhorn, viðhorf og aðgerðir til að bregðast við þeim breytingum sem verða á leiðinni.


Þetta getur verið stórkostlegur tími fyrir þá sem vilja læra að fanga vindinn í lífinu, en erfiður tími fyrir þá sem lifa í ótta og skapa viðnám við öllum breytingum, því þeir munu hringsnúast í vindlausum sjó.

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

  • Facebook