Hvenær er rétti tíminn til að stofna fyrirtæki?

Ef þú ert að lesa þetta hefur þú sennilega leitt hugan að því að stofna þitt eigið fyrirtæki. Þú hefur sennilega hugsað mikið um það. Það er líklega hægt að gera ráð fyrir því að þér hafi seinkað með þetta verkefni - mánuðum saman, ef ekki árum saman - vegna þess að þér líður aldrei eins og það sé rétti tíminn til að gera eithvað í þessu.

Málið er bara: að það er aldrei rétti tíminn til að stofna fyrirtæki. Það verður aldrei einhver tilvalin stund. Það munu alltaf vera ástæður fyrir því að setja þín frumkvöðlamarkmið í bið.


Niðurstaðan er því augljós: þú verður að búa til „réttan tíma.“ Vegna þess að aðeins þú getur látið þetta gerast - og ef þú ert að bíða eftir fullkomna augnablikinu gætirðu beðið að eilífu.


Hvernig seturðu saman skilyrðin sem gera mögulegt að láta þessa drauma þína að veruleika? Þú byrjar með þessum þremur skrefum.

Notaðu stoltið þitt sem eldsneyti

Hugsaðu aðeins um það hvenær þú náðir einhverju stóru markmiði. Kannski kláraðir þú IronMan, fórst í bakpokaferð um alla Evrópu eða bara negldir stóru kynninguna þína í vinnunni. Manstu hversu ótrúlegt vel þér leið þegar þú náðir þessu?


Það er vegna þess að með því að ná þínum markmiðum færðu heilbrigðan skammt af stolti. Góðu stolti - sú tegund af stolti sem eykur þína tilfinningu fyrir eigin sjálfsvirðingu – tilfinningu sem hvetur þig á þann hátt sem þú taldir aldrei mögulegt.

Prófaðu þessa sýndarveruleika æfingu.

Skrifaðu niður hvernig þitt draumalíf myndi líta út eftir fimm ár, án nokkurra takmarkana eða umhugsunar um hvernig þú munt komast þangað:


  • · Hvaða fyrirtæki ertu að reka?

  • · Hvernig lítur starfshópurinn þinn út?

  • · Hvernig eyðirðu þínum frítíma?

  • · Hvað segja menn um fyrirtækið þitt og um þig?

  • · Hvernig líður þér daglega?


Skoðaðu hvað þú hefur skrifað og ímyndaðu þér að þetta sé allt raunveruleiki. Finndu stoltið sem fylgir því að hafa byggt upp eitthvað sem er þitt. Þetta er þín mynd og þetta er þinn vegvísir til að ná árangri. Nú þegar þú ert á áfangastaðnum ertu í miklu betri aðstöðu til að byrja að færa þig í áttina að honum.

Fagnaðu mistökunum

Áætlað er að yfir 80% íslendinga vilji vera sinn eigin yfirmaður (hæsta skor í heimi), en það þýðir ekki að þeir séu í rauninni að leggja grunn að því að láta sína drauma rætast. Fólk heldur að stærsta hindrunin fyrir frumkvöðlastarfsemi sé tími eða peningar, en oft er raunverulegasta ástæðan fyrir því að fólk fer ekki af stað með nýja fyrirtækið, hræðsla við að mistakast.


Hvernig þú sérð og tekst á við þín mistök er stóri áhrifavaldurinn um árangur í þínu lífi. Óttinn við mistök getur verið lamandi í fyrstu, en það þýðir ekki að þú sért máttlaus, ófær um eithvað eða einskis virði. Ef þú getur breytt hugarfarinu muntu sjá að mistök eru í raun öflugt tæki til vaxtar.


Í stað þess að óttast hið óþekkta, vertu VTAM ?! (þetta þýðir „viljugur til að mistakast!“) og treystu ferlinu. Það er ekki einn einasti farsæli athafnamaður þarna úti sem ekki á slóð sem byggir á mistökum. Það er margt hægt að læra af sínum mistökum - svo taktu mistökin sem tækifæri til að gera betur næst.

Forgangsraða þinni sýn

Í alvöru, þetta snýst ekki um tímasetningu - þetta snýst um þig. Aðeins þú hefur aflið til að búa til þína eigin árangurssögu og það krefst ákveðinna karakter einkenna. Það þarf kjark, það þarf þor, en mest af öllu þarf sýn.

Þú verður að vera heil/l í þessu og þú verður að sjá stóru myndina. Að fara af stað með fyrirtæki og láta það vaxa mun alltaf taka mikla vinnu, það þarf að bretta upp ermarnar og setja í þetta vinnustundirnar. Það sem er mikilvægast er fyrir þig að vita, er að þú hefur stjórn á þínu eigin lífi og ert að vinna þig í áttina að framtíðar myndinni sem þú bjóst til.


Svo, hvenær er þá besti tíminn til að stofna fyrirtæki? Núna. Já, það verður ógnvekjandi og það verður mikið lærdómsferli, en tíminn líður samt ... svo hvar viltu vera eitt ár héðan í frá? Ertu ennþá að láta þig dreyma um að vera þinn eigin yfirmaður eða ertu búinn síðustu 12 mánuði að vera að byggja upp þína drauma?

Þetta er hin raunverulega spurning.

Þýtt af vefnum forbes.com - Brian Scudamore

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

  • Facebook