Ertu tilbúin/n að starfa sjálfstætt?

Margir eiga erfitt með að takast á við vinnustaðareglur og innri samskiptalegan kultúr fyrirtækja. Þessa aðila dreymir um að vinna að eigin verkefnum og á sinn eigin hátt. Þeir þrá að hafa fulla stjórn á tíma sínum og markmiðum. Hjá flestum verður þetta alltaf þannig. Bara draumur. En hvernig veistu hvort þú ert tilbúinn að hætta að láta þig dreyma og ert tilbúin/n til að byggja upp þitt eigið fyrirtæki?

Ef þú ert á miðjum aldri eru hindranirnar til að byrja sjálfstætt aðeins færri. Þú ert komin/n með unglinga, búin/n að greiða upp mikið af húsnæðislánunum, búin/n að greiða upp bílinn og átt kannski varasjóð eða getur veðsett húsið fyrir fjármagni til að fara af stað. Þannig að þetta gæti verið góður tími í þínu lífi til að stofna þitt eigið fyrirtæki. Þú tekur ekki of mikla áhættu með fjölskyldu umhverfið og hefur lausari tíma vegna þess að börnin eru orðið það stór.


Það virðist vera risastórt verkefni að stofna eigið fyrirtæki. Þetta snýst ekki bara um eitt stórt skref, heldur um að taka þau öll litlu skrefin sem þarf til að hefja þína frumkvöðlaferð. Í upphafi þarftu góða viðskiptahugmynd, grunn viðskiptaáætlun, kannski fjármögnun og kjark til að taka einhverja áhættu.


Góð byrjun væri að skoða hvort það sem Frumkvöðlaskólinn er með, henti þér til að fara í þetta ferðalag.

Hefurðu það sem þarf? Ert þú tilbúin/n?

Hér að neðan erum við með skrá yfir átta atriði sem segja þér hvort þú ert tilbúin/n að hefja þína frumkvöðlaferð eða ekki.


  1. Þú ert að gefast upp á að vinna fyrir einhvern annan Þú gætir líkað vel í vinnunni og jafnvel við fyrirtækið sem þú vinnur fyrir, en það eru miklar líkur á að þér líki ekki að vinna fyrir einhvern annan en sjálfan þig. Yfir lengri tíma veldur þetta uppsafnaðri gremju, vaxandi löngun til að hafa meira frelsi og ná því að lokum að verða þinn eigin yfirmaður. Það getur verið betra að prófa þetta áður en hlutirnir stigmagnast eða þú verður of svekkt/ur. Jafnvel ef það fer úrskeiðis, þá hefur þú að minnsta kosti reynt og engin eftirsjá þegar þú ert eldri.

  2. Þú trúir sterklega á þína viðskiptahugmynd Til þess að skapa árangursrík viðskipti þarftu að treysta á sjálfan þig og þína viðskiptahugmyndina. Þú hefur gert markaðsrannsóknir og reiknar með að það sé raunveruleg þörf fyrir þá vöru eða þjónustu sem þú ætlar að bjóða. Þú hefur hugsað um hvernig ætti að staðsetja þetta á markaðnum, þú þekkir atvinnugreinina og þú ert viss um að fólk er tilbúið að borga fyrir þetta. Ef þú hefur mikla trú á því að þín hugmynd muni virka og að þín vara eða þjónusta geti breytst í arðbær viðskipti, þá ertu líklega með allt tilbúið til að setja allt í gang.

  3. Þú ert ástríðufull/ur, áhugasöm/amur og með sjálfsaga Þú ert ekki að íhuga að stofna fyrirtæki vegna þess að þú vilt vinna minna. Þú ert meðvituð/aður um að þetta verður erfitt og þú ert nógu áhugasöm/amur og öguð/agaður til að gera þetta. Að hafa góða viðskiptahugmynd er frábært, en það er ekkert án frábærrar framkvæmdar. Á fyrstu dögum fyrirtækisins muntu ekki græða mikla peninga og þú gætir þurft mikla þolinmæði áður en hlutirnir ganga upp. Án ástríðu fyrir því sem þú ert að gera gætirðu gefist upp of fljótt.

  4. Þú stendur sig best þegar þú vinnur eftir eigin áætlun Venjulegt starf frá 9 til 5 (eða 9 til 6) er ekki fyrir alla. Ef þú hefur þína „afkastamiklu tíma“ og vilt vinna á þinn hátt, gæti það verið skynsamlegt að vera þinn eigin yfirmaður. Með því að reka eigið fyrirtæki geturðu sjálfur ákveðið hvort, hvenær og hvernig þú átt að vinna. Til að ná árangri gætirðu samt þurft að vinna miklu meira en en þegar þú varst launþegi, en þú getur gert þetta samkvæmt þinni eigin áætlun. Það eru líka til fyrirtæki þar sem þú verður að vinna í samræmi við kröfu viðskiptavinarins eins og að reka veitingastað eða sambærileg þjónustufyrirtæki.

  5. Þú hefur gaman af námi og persónulegum vexti Þú ert með opinn huga og rétta hæfileika til að fara af stað með þitt eigið fyrirtæki? Mundu að það er ekki bara nóg að þú getir búið til frábæra vöru. Þú þarft líka að vera góður miðill, góður ákvörðunaraðili og góður yfirmaður. Ef þú leggur alla ábyrgðina á þítt starfsfólk og hikar sjálf/ur hikar við að taka erfið útköll og fundi, mun þitt fyrirtæki ekki fara neitt. Sumt fólk hefur náttúrulega hæfileika á þessum sviðum en aðrir verða að hafa vilja til að læra þá. Atvinnurekendur eru fólkið sem er stöðugt að læra nýja færni og hefur samband við ólíka einstaklinga til að læra af. Farðu ekki af stað með þitt fyrirtæki nema þú ert tilbúin/n í þessa ferð og að þú sért tilbúin/n að vaxa.

  6. Þú ert með viðskiptaáætlun Áður en þú stofnar fyrirtæki ættir þú að hafa rétta hugmynd um kostnaðinn sem fylgir því að stofna og reka fyrirtæki af þeirri gerð sem þú ætlar að stofna. Þegar öllu er á botninn hvolft er skipulagning að giska og það reynist ekki vera hvernig þú áætlaðir en að hugsa um smáatriðin gefur þér betri skilning á því hvernig framtíð fyrirtækisins gæti raunverulega litið út. Svo vertu viss um að reikna út grunnfjárhagsáætlun fyrir viðskipti með því að greina birgðir, gjöld og tól og búa til vegvísi fyrir þau. Mikilvægasti hluti viðskiptaáætlunar þinnar snýr að fjárhagslegum þáttum. Almenna þumalputtareglan reynist kostnaður hærri en áætlað var og tekjur reynast minni en þú vonaðir eftir. Hafðu það í huga þegar þú vinnur að viðskiptaáætlun þinni.

  7. Þú hefur góð tengsl í þinni starfsgrein Ef þú ert að fara af stað með eigið fyrirtæki er sérfræðiþekking það sem skiptir öllu máli. Ef þú ert ekki með sterkt samskiptanet í greininni sem þú ætlar að fara inn í, þarftur að auka þína samskipta viðleitni með því að mæta á rétta viðskiptaviðburði. Vertu viss um að ræða við eins marga aðila og mögulegt er og greina hugsanir og skoðanir hugsanlegra viðskiptavina þinna. Biddu þá um ráð og hlustaðu vel þegar þeir deila sínum áhyggjum og hugmyndum. Það besta við þetta er að þú ert líka að koma á sterkum tengslum við hugsanlega viðskiptavini, jafnvel áður en þín vara eða þjónusta er komin á markað.

  8. Þú ert meðvituð/aður um áhættuna Að fara af stað með og reka eigið fyrirtæki felur í sér margar áhættur. Þú gætir eytt öllu fjármagninu (sem líklega kemur úr eigin vasa). Þú gætir endað með að eyða miklu minni tíma með fjölskyldu þinni og vinum og þeir gætu jafnvel gagnrýnt þig fyrir það sem þú ert að gera. Hafðu í huga að þitt fyrirtæki gæti þurft mikið framlaga af vinnu til að það nái árangri. Ef þú ert meðvituð/aður um þessar áhættur og ert tilbúin/n að horfast í augu við þær, þá er það gott merki um að þú gætir verið tilbúinn til að fara af stað með eigið fyrirtæki. Prófaðu bara!

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

  • Facebook