Meginreglurnar sjö  1. Meginregla 1: Fyrsta skrefið til að sigrast á hindrunum og að ná sínum markmiðum mun ávallt krefjast þess að þú aukir þína meðvitund. Aukin meðvitund um sjálfan sig hjálpar við að þróa fleiri stig af DAC. Meðvitund annarra aðstoðar við að skapa þér sátt og meðvitund um það umhverfi sem þarf til að taka ákvarðanir.

  2. Meginregla 2: Að efla meðvitund þína mun skapa kröfu hjá þér um aðra meginreglu, sem er að þróa möguleikameðvitund – vera með opin huga. Fortíð og nútíð jafngilda ekki framtíðinni. Gakktu úr skugga um að þú takir tilit til allra möguleika þegar þú metur þína stöðu og þegar þú ert að leita leiða til að ná þínum markmiðum.

  3. Meginregla 3: Velgengni og jafnvægi eru eins og tvær hliðar á sama peningi. Það er ekki hægt að njóta langvarandi árangurs ef maður er í ójafnvægi, svo þriðja meginreglan er að finna jafnvægi í öllum þínum ákvörðunum, áskorunum og markmiðum.

  4. Meginregla 4: Fjórða meginreglan er að vera tengd/ur tilganginum. Vertu til staðar í því sem þú gerir og leitaðu aðeins að því sem gerir þig hamingjusama/n. Hvenær sem þú vinnur í því skyni að efla þig ertu að láta hjartað syngja ", leysa úr læðingi þína ástríðu og finna þinn sanna kraft.

  5. Meginregla 5: Okkar mesta frelsi er okkar hæfileiki til að velja okkar viðbrögð og þetta endurspeglast í fimmtu grundvallarreglunni, vertu algörlega ábyrgur um að velja þínar hugsanir, tilfinningar og aðgerðir í þeim aðstæðum sem þú lendir í og þú munt ná þínum mesta árangri og innri friði.

  6. Meginregla 6: Það sem við drögumst öll náttúrulega í áttina að því sem við einbeitum okkur að, er það mikilvægt að taka þátt í sjöttu meginreglunni, með því að velja að viðhalda jákvæðri áherslu á það hverju þú vilt ná fram, svo að þín undirmeðvitund og hugur færi þig sjálfkrafa í áttina að því að ná þínu markmiði.

  7. Meginregla 7: Hvaða markmið sem þú setur eða lausn sem þú vilt finna, mun óhjákvæmilega þurfa aukinn skilning en þú ert nú meðvitaður/uð um það. Þessi lokaregla hvetur þig til að þróast. Farðu innávið og fáðu aðgang að þinni innri visku, vektu upp þína meðvitund og leitaðu eftir stuðningi og ráðgjöf frá vinum,samstarfsfólki og fagfólki. Það hefur aldrei verið auðveldara að nálgast þekkingu með bókum, ráðgjöf og internetinu.

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

  • Facebook