Hvað gerir fólk að frumkvöðlum?

Þó að skilgreiningin á frumkvöðlastarfsemi hafi verið nokkuð stöðug í áratugi, hafa möguleikar fyrir frumkvöðla þróast mikið. Hvaða valkosti höfðu frumkvöðlar fyrir 100 árum síðan? Ef þú varst ekki með hæfileika til að gera eitthvað og áttir ekki fjármagn til að kaupa eitthvað, þá áttir þú varla nokkurn möguleika.

Frumkvöðlun er aðgerð við að búa til eitt eða fleiri fyrirtæki og byggja þau upp og stækka þangað til þau fara að skila hagnaði.


Hins vegar, er þetta mjög takmarkandi sem grunnskilgreining fyrir frumkvöðlastarfsemi. Nútímalegri skilgreiningu á frumkvöðlastarfsemi snýst um að umbreyta heiminum með því að leysa stór vandamál. Eins og að leggja grunn að félagslegum breytingum, búa til nýja afurð eða kynna nýja lausn sem breytir lífinu.


Það sem þessi skilgeining á frumkvöðlastarfsemi segir þér ekki, er að í frumkvöðlastarfi er fólk sem tekur sinn feril og drauma í eigin hendur og leiðir þetta í áttina að eigin valkostum. Þetta snýst um að byggja upp líf á eigin forsendum. Engin yfirmenn, engar takmarkandi tímaáætlanir og enginn heldur aftur af þér. Frumkvöðlar geta tekið fyrsta skrefið í því að gera heiminn betri, fyrir alla sem þar eru.


Skilgreining á frumkvöðli.


Frumkvöðull er aðili sem setur upp fyrirtæki með það að markmiði að hagnast.


Þessi skilgreining á frumkvöðli er svolítið óljós, en af ​​góðri ástæðu. Frumkvöðull getur verið aðili sem setur sína fyrstu netverslun á hliðinni eða einhver sem sem er bara að byrja.


Ástæðan fyrir því að aðilar eru skilgreindir sem frumkvöðlar, þó að sumir séu því ósammála, er vegna þess að þar sem þú byrjar, er ekki endilega þar sem þú endar. Frumkvöðull er aðili sem byrjar með eithvað og getur síðan að lokum búið til fullt starf og jafnvel umhverfi fyrir fleiri starfsmenn. Sama með byrjanda. Ef þú leggur áherslu á að búa til arðbær viðskipti passar þú við skilgreininguna um frumkvöðul.


Hins vegar merkir frumkvöðull miklu meira en að vera fyrirtæki eða atvinnurekandi. Frumkvöðlar leggja oft grunn að miklum þjóðfélagsbreytingum. Bill Gates og Steve Jobs gerðu tölvur að hluta af hverju heimili og voru frumkvöðlar sem sáu heiminn á annan hátt en aðrir.


Í skilgreiningu um frumkvöðla er sjaldan talað um gríðarlega áhrif frumkvöðla á heiminn.


Frumkvöðlar sjá möguleika og lausnir þar sem meðalpersónan sér aðeins gremju og vandamál.

Að skilja hvað frumkvöðull er getur hjálpað fólki við að viðurkenna þau verðmæti sem þeir leggja af mörkum.


Hvað er frumkvöðlastarfsemi?


Meiningin um frumkvöðlastarfsemi felur í sér aðila sem tekur til aðgerða til að breyta heiminum. Hvort sem frumkvöðlar leysa vandamál sem eru fyrir hendi og margir eiga í baráttu með hvern dag, koma fólki saman á þann hátt sem enginn hefur gert áður eða byggja upp eitthvað byltingarkennd í framförum fyrir samfélagið, hafa þau öll eitt sameiginlegt: aðgerð.


Þeir eru ekki með sína hugmynd fasta í hausnum. Frumkvöðlar taka hugmyndina og framkvæma hana.


Frumkvöðlastarf snýst um framkvæma hugmyndir.


Mikilvægi frumkvöðlastarfsemi


Hvað er frumkvöðlastarf í raun að snúast um? Hvers vegna er það svona mikilvægt? Frumkvöðull er sá sem sér vandamál í heiminum og leggur áherslu á að skapa lausnir. Þetta eru leiðtogar sem gera eithvað á eigin spýtur til að bæta samfélagið. Hvort sem þeir búa til störf eða nýja vöru, gera þeir stöðugt eithvað til að tryggja framfarir í heiminum. Í því skyni að skilja hvað er frumkvöðlastarf, skulum líta á hvers vegna þetta athafnafólk er mikilvægt í samfélaginu:


Frumkvöðlar búa til störf: Án frumkvöðla væru engin störf til. Frumkvöðlar taka áhættu á að ráða sig í vinnu. Þeirra ástríða til að halda áfram að láta fyrirtæki vaxa skapar að lokum fleiri ný störf. Þegar þeirra fyrirtæki halda áfram að vaxa verða til enn fleiri störf. Þannig hjálpa frumkvöðlar fólki við að brauðfæða sínar fjölskyldur.


Frumkvöðlar leggja grunn að breytingum: Frumkvöðla dreymir stórt þannig að sjálfsögðu munu nokkrar af þeirra hugmyndum að lokum breyta heiminum. Þeir gætu búið til nýja vöru sem leysir brennandi vandamál eða nýtt áskorunina til að kanna eitthvað sem aldrei hefur verið kannað áður. Margir trúa því að þeir geti bætt heiminn með sínum vörum, hugmyndum eða fyrirtækjum.


Frumkvöðlar gefa til samfélagsins: Þó að sumir hafi þá hugmynd að ríkir séu slæmir og gráðugir, þá gera þeir oft meira gott en meðalpersónan. Þeir skapa meiri peninga og borga þannig meira í skatta sem hjálpar til við að fjármagna samfélagsþjónustuna. Sumir frumkvöðlar gefa stærstu gjafirnar til góðgerðarmála. Sumir leitast við að fjárfesta sínu fjármagni í að skapa lausnir til að hjálpa fátækari samfélögum í að hafa aðgang að hlutum sem við tökum sjálfsagða eins og hreint drykkjarvatn og góða heilsugæslu.


Frumkvöðlar auka innlendar tekjur: Frumkvöðull býr til nýtt fé í hagkerfinu. Nýjar hugmyndir og endurbættar vörur og/eða þjónusta frá frumkvöðlum leggja grunn að vexti nýrra markaða og nýju fjármagni inn í hagkerfið. Að auki bætist við þetta meiri atvinna og tekjur í þjóðarbúið.


Hvað geri fólk að frumkvöðlum?


Hvað gerir frumkvöðlastarfsemi áhugaverða? Með yfir 400 milljónir frumkvöðla um aallan heim, þá hefur frumkvöðull alþjóðlega tengingu. Sérhver frumkvöðull hefur sitt eigið "af hverju" sem leiddi hann til að kafa í það verða eigin yfirmaður. Hvort sem frumkvöðlar þurfa meira frelsi eða til að gera heiminn betri, yfirtaka þeir alla stjórn á sínu lífi sínu með því að lifa því á eigin forsendum. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að fólk verður frumkvöðlar:


Vilja breyta heiminum: Margir frumkvöðlar leitast við að gera heiminn betri. Hvort frumkvöðlar trúa á rannsökun rýmis, útrýma fátækt eða búa til hagnýt en leikbreytandi vöru, byggja þeir að lokum upp vörumerki í þjónustu fyir aðra. Sumir frumkvöðlar nota sín viðskipti sem leið til að safna hratt fjármagni í göfugt mál. Hvað varðar félagslega frumkvöðla, þá snýst það oft um að byggja upp heimsveldi til að skapa betri heim fyrir alla.


Vilja ekki hafa yfirmann: Frumkvöðlar eiga oft erfitt með að vera með yfirmann. Það kæfir þá, takmarkar og heldur aftur af þeim. Sumir frumkvöðlar upplifa að þeir hafi skilvirkari leið til að gera hluti. Öðrum getur mislíkað skortur á skapandi frelsi. Að lokum eru þeir hvattir til frumkvöðlastarfsemi til að ná árangri á eigin forsendum. Að vera stjóri getur verið meira fullnægjandi en að hafa slíkan.

Vilja sveigjanlegan vinnutíma: Frumkvöðlun er oft vinsæl í hjá þeim sem vilja hafa sveigjanlegan tíma. Margir með fötlun njóta þess oft að vera í frumkvöðlastarf þar sem það gerir þeim kleift að vinna þegar þeir geta. Foreldrar með ung börn gætu einnig valið frumkvöðlastarf þar sem það gerir þeim kleift að ala upp ung börn heima. Þeir sem eru í námi geta einnig fengið sveigjanleika í frumkvöðlastarfi og þannig skilað vinnuframlagi sínu utan venjulegs skrifstofutíma.


Vilja vinna hvar sem er: Samhliða sveigjanleika á vinnutíma er frumkvöðlastarf vinsælt meðal þeirra sem vilja ekki vera bundin við ákveðna staði. Frumkvöðlar vilja kannsi ekki vinna alltaf á sama stað á hverjum degi, því það gæti orðið leiðinlegt. Ef þú ert að leita að frelsi til að vinna hvar sem er í heiminum, gæti frumkvöðullslífsstíllinn verið rétti kosturinn fyrir þig.


Vilja taka áhættu: Reiknuð áhættustýring og frumkvöðlastarf fara saman. Frumkvöðlar bæta ekki störf, þeir búa þau til. Með slíku kemur áhætta. Hvort sem það er fjárhagsleg áhætta að fara af stað með sitt fyrsta vörumerki eða áhættan af því að vita ekki hvað við hverju er að búast, gerir fyrirtæki áhættusamt. Frumkvöðlar taka oft áhættu með því að prófa hluti sem meðalmanneskja mun ekki gera eða að gera hluti sem meðalmanneskja getur ekki.


Geta ekki fengið vinnu: Margir detta inn í frumkvöðlastarf þegar þeir geta ekki fengið vinnu. Að vera rekinn, skortur á reynslu eða vera á sakaskrá getur komið í veg fyrir að meðalmanneskja fái vinnu þegar hún er örvæntingarfull. Í stað þess að verða sigruð/aður af sínum aðstæðum skapa hún ný tækifæri fyrir sig. Nýútskrifaður aðili gæti byrjað á netverslun sumarið eftir útskriftina til að byggja upp sína ferilskrá. Foreldri, sem er árstíðabundið fast á veturna vegna sinna barna, gæti startað fyrirtæki til að tryggja að að geta haldið áfram að brauðfæða fjölskylduna og halda sínu þaki yfir höfuðið.


Passa ekki inn í starfsumhverfi hefðbundinna fyrirtæja: Frumkvöðlar þola oft ekki fyrirtækjaumhverfi. Það getur verið svo takmarkandi fyrir þeirra vöxt. Þeim getur mislíkað skortur á stjórnun sem þeir fá í sínu starfsumhverfi eða skrifstofu móralllinn. Almennt er hægt að koma auga á frumkvöðull í sameiginlegu umhverfi þar sem þeir eru yfirleitt að reyna að ná meiri stjórn á sinni stöðu og oft að reyna að læra á ábyrgð sinna samstarfsmanna til að skilja betur hvernig allt virkar.


Þeir eru forvitnir: Frumkvöðlar elska að finna svarið við spurningunni, "hvað mun gerast ef ..." Þeir elska tilraunir. Frumkvöðlar elska að læra. Þeir lesa reglulega viðskiptabækur til að auka sína þekkingu. Frumkvöðlun er þeim svo náttúruleg vegna þess að hún gerir þeim kleift að læra sem mest á stuttum tíma. Forvitni þeirra leyfir áframhaldandi vöxt.


Þeir eru metnaðarfullir: Þeir sem elska að ná erfiðum markmiðum og áföngum eru skapaðir til að vera frumkvöðlar. Það er engin takmörk fyrir því hversu mikið frumkvöðull getur gert og svo að þeir geti alltaf unnið meira til að ná meira magni. Þar sem engin takmörk eru fyrir því sem þeir geta náð, finnst frumkvöðlum þeir stöðugt vera að vaxa og ná meiru fram en þeir hefðu getað ímyndað sér. Þegar hindranir eru settar fyrir framan þá, finna þeir lausnina framhjá þeim að sínu markmiði. Frumkvöðlar eru óstöðvandi.

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

  • Facebook