Að finna tilganginn í lífinu

Að fjarlægjast ómeðvitaðri samfélagsvitund Það er óhætt að segja að það hljómar hálf klisjulega að tala um merkingu eða að finna tilgang í líf­inu, sérstaklega í ljósi þess að ómeðvituð samfélagsvitund af póstmodernískum og níhiliskum hugsunarhætti er ríkjandi um þessar stundir.


Þessir tveir hugsanarhættir tengjast einmitt því að lífið sé tilgangslaust og sé röð handahófskenndra atburða sem við ráðum ekkert við. Ég er sammála röð handahófskenndra atburða sem við ráðum ekkert við en við hins vegar getum unnið úr þessum atburðum og fundið merkinguna í þeim þrátt fyrir allt.

Það er í raun og veru ekki hægt að sakast út í neinn eða að velja eitthvað eitt af hverju tilgangurinn er ekki eins áberandi í umræðunni fyrir utan þessa tvo hugsunarhætti, sér í lagi þegar samfélagið er að þróast með hröðum hætti, eins og á sér stað í dag. Það getur óneitanlega auðveldað einstaklingnum við að týna sér í tilgangsleysinu og fjarðlagast merkingu lífsins. Við erum orðin háðari hlutum heldur því mannlega sem gerir okkur vélrænni en nokkurn sinnum fyrr. Með því getum við velt fyrir okkur áreitinu sem er út í samfélaginu sem verður að streitu í okkar umhverfi og nokkurn veginn óumflýjanlegt.

Til að geta unnið úr þessari spennu sem stigmagnast þurfum við að finna tilgang í öllu þessu öngþveiti, ekki satt?

Lágmarka tilgangsleysið í þessari tilvistarspennu? Svarið við því er alls ekki fljótfengið enda leiðin séð til langtíma með ótímabundni hugsun. En samkvæmt fólki sem ég hef verið að tala við þarf einstaklingur að kafa djúpt ofan í sál sína og horfa út frá sínu ytra umhverfi til að geta skilið samhengi hlutana. Viktor Frankl geðlæknir og hugmyndasmiður tilvistarmeðferðinnar eða logotherapy talar um að „sé einstaklingur með engan tilgang í kapphlaupi við tíann getur tálsýn verið afleiðing sem auðveldar aðgengið að ómerkingarbæru ferðalagi. Aftur á móti, ef við veljum að láta samfélagið ekki þýða og túlka hver séu viðhorfin og viðmiðunin þá göngum við eftir viljanum fyrir merkingunni“.

"Hver og einn þarf að skilja sína þróun í tengslum við ytri aðstæður og reyna að finna þau gildi sem sameina“.

Með rentu er Frankl að segja að tilgangurinn í lífinu sé svarið við að vera móttækilegur fyrir áreiti og láta ekki tilgangslausar ástæður verma sína merkingu í tilverunni. En svo ég segir frá því sjálfur getur einstaklingur fundið tilgang í línu með því að kortleggja umhverfið og finna leiðir til að horfa á sína ósigra og sigra samtímis. Það er óhjákvæmilegt að finna ekki sigra í lífinu en þeir geta oft verið faldnir undir öllu því tilefnislausa og þekja yfir það sem hefur sterkt tilefni til.

Tvö dæmi

Til að reyna að skilja hvað Frankl var að meina með sínum orðum þá er við hæfi að setja upp tvö raunveruleg dæmi.

Fyrsta dæmið; foreldra sem takast á við áfengis- og eiturlyfja vandkvæði. Þessar aðstæður geta oft verið auðvelt lausn fyrir börn þeirra að sæta sig við og horfa fram á svipaða þróun hjá sjálfum sér. Þetta er góð birtingarmynd af örlögum fjölskyldunnar. En ef einstaklingur er meðvitaður um að umbreyta þessari þróun og koma með svokallað viðbót inn í fjölskyldu umhverfið með því að nýta sér þessi vonbrigði til að efla sjálfan sig og taka meðvitaða ákvörðun að drekka ekki sjálfur né nota eiturlyf. Þarna nær hann að uppfylla bæði mögulega óskhyggju foreldra sinna og búa um betri líf fyrir sig og sína framtíð. Þarna hefur einstaklingur fundið tilgang í erfiðleikunum sem hefði geta skilgreint tilgangsleysið. Þar með er eitt af hans lífsgildum að láta ekki drykkju eða eiturlyf stýra sínum vilja.

Annað uppsett dæmi; einstaklingur sem varð vitni af þeim viðskilnaði að foreldrar hans skildu þegar hann var sjö ára. Þessi skilnaður hefur haft víðtæka þýðingu fyrir hann og verið ákveðinn tilvistar ágreiningur í hans lífi. Eftir mikla umhugsun um þennan atburð og endurspeglun í sínu lífi, gerir hann sér grein fyrir því að þegar sonur/dóttir hans var sjö ára, gengu hann og kærastan í það heilaga. Með þessu er einstaklingur búin að snúa þessum vonbrigðum að foreldrar hans skildu þegar hann var sjö ára í sigur í staðinn fyrir. Fann tilgang í skilnaðinum og eitt af hans lífsgildum er að vera fjölskyldumaður.

Viktor Frankl talar einmitt um í þessu sambandi að hver sársauki, áföll, erfiðleikar eða þjáning hefur sína merkingu, það þurfi eingöngu að grafa djúpt eftir henni sem getur oft verið órjúfanleg staðreynd en samt svo verðug til heildina litið.

Að finna tilganginn og innleiða seiglu Með þessu vindum við ofan af öllu því hlutbundna sem hefur oft enga merkingu í lífi okkar og sömuleiðis gerum einstaklingi kleift að vera í sterk mótuðu ferðalagi með tilgangi. Við byggjum líka upp seiglukennda einstaklinga sem eru móttækilegri fyrir áreiti þar sem áreitið nær aldrei að verða að streitu því það er auðveldari að búa með streitunni eftir á.

Merkingin í lífinu getur verið óskilyrðislaus og sársaukinn óhjákvæmilegur sem getur verið erfitt að meðtaka en styrkleikar og nám felast í því sömuleiðis.

Finnum tilgang í lífinu og innleiðum seiglu því það er lykill­inn að vellíð­an!

Ástþór Ólafsson er ráðgjafi á skóla- og frístundarsviði og seigluráðgjafi.

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

  • Facebook