10 mistök sem allir frumkvöðlar þurfa að forðast

Allir gera mistök og það er ekkert öðruvísi hjá frumkvöðlum sem eru að fara af stað með nýtt fyrirtæki. Það er eðlilegt að eithvað komi upp hér og þar, en fyrir ný fyrirtæki geta jafnvel lítil mistök orðið dýr þegar tl lengri tíma er litið.


Til allrar hamingju hafa ótal frumkvöðlar farið í gegnum hreinsunareldinn sem fylgir opnun á nýju fyrirtæki og margir þeirra hafa gert sömu mistökin sem aðrir geta lært af. Með smá skipulagningu og visku til að læra af ráðleggingum annarra, getur þú forðast nokkrar dæmigerðar hindranir.1. Vertu ekki hrædd/ur við að mistakast.

"Stærsta mistökin sem þú getur gert er að vera hrædd/ur við mistök. Mistök eru lykillinn að þínum árangri og að detta í ótta er ekki mjög jákvætt fyrir þitt framtíðarfyrirtæki. Hvernig þú tekur eftir mistökum og lærir af þeim er lykillinn að frábærum árangur." - Audrey Darrow, forseti, Righteously Raw

2. Hafðu skipulag.

"Að vera með gott skipulag er lykilatriði. Að keyra lítið fyrirtæki er eins og að vera sirkusstjóri. Það er eðlilegt að heilmikið af hlutum séu að gerast í einu. Þess vegna þarftu daglegan lista yfir verkefni og hluti sem þarf að gera og forgangsraða þeim. Þetta hljómar einfalt, en það virkar og gerir þig miklu afkastameiri. " - Tara Langdale-Schmidt, stofnandi, VuVatech

3. Túlkaðu markaðsumhverfið rétt.

"Stærsta mistökin sem eigandi getur gert í nýju fyrirtæki er að misskilja markaðinn. Hvort sem þaðer að vanmeta [eða] ofmeta kostnað, stefna á röng lýðfræðileg markmið eða meta eftirspurnina ranglega. Misskilningur varðandi þitt markaðsumhverfi getur drepið þitt fyrirtæki jafnvel áður en það fer af stað. " - Nabeel Mushtaq, COO -stofnandi, AskforTask

4. Lærðu hvernig á að úthluta verkefnum og forðast smáatriðastjórnun.

"Í byrjun er stundum skortur á sjálfsvitund. Stofnendur á upphafsstigi eru ekki góðir í því að miðla verkefnum til sinna liðsfélaga. Þeir reyna allt sem þeir hugsanlega geta til að draga úr kostnaði, en ef þú hugsar til til lengri tíma, áttu að fela öðrum það sem þú ert ekki góð/ur í og leggja ​​áherslu á þeirra styrkleika. Ef þú miðar að of mörgum markmiðum í einu, þá ertu mjög ólíklegt að þú náir einu þeirra. " - Matt Pyke, stofnandi og forstjóri, Fly High Media

5. Ekki ráða starfsfólk of fljótt.

"Langstærsta mistökin sem hægt er að gera er að ráða starfsmenn of fljótt í fullt starf, þegar meiri skynsemi væri að ráða hluta starfsmann þegar undirverktaka til sinna starf/verkefni. Það er mjög auðvelt að reka lítið fyrirtæki með hlutastörfum, undirverktakum og þjónustu annarra sérfræðinga. " - Joseph C. Kunz Jr., forstjóri og forseti, Dickson Keanaghan

6. Ekki vera með rörsýni þegar þú aflar fjármagns.

"Það eru mistök að leggja áherslu á að safna peningum í stað viðskiptavina og aðlögunar á vöru að markaði. Þegar fyrirtæki eru komin með vöru, eru mörg þeirra að leggja áhersla á að safna peningum. Þarna ætti að leggja áherslu á viðskiptavini og vöruframboð og passa að vara, verðmæti og tilboð aðlagist að markaði og nái fótfestu. " - BJ Lackland, forstjóri.

7. Gerðu samninga.

"Ein af stærstu mistökum sem frumkvöðull getur gert í nýju fyrirtæki er að gera ekki samninga. Sama hversu góð sambönd geta verið, þau geta misfarist þegar samningar eru ekki gerðir." - Michelle Colon-Johnson, stofnandi, 2 Dream Productions

8. Ekki greiða þér of lítil eða of mikil laun.

"Að borga sér of lítið eða of mikið í laun eru mistök. Það er oft auðveldara að ákvarða laun fyrir nýjan starfsmann en að ákvarða laun eiganda eða samstarfsaðila. Þarna mætti t.d. skoða að greiða hlutfall af tekjum og hafa í huga að allir samstarfsaðilar starfi á grundvelli heilbrigðra væntinga um stjórnun. " - Diana Santaguida, stofnandi og skapandi leikstjóri, SEOcial

9. Farðu ekki of hægt.

"Að hafa verið fyrsti stofnandi sem gerði mörg mistök, geri ég mér grein fyrir að ég hef aldrei tekið ákvarðanir nógu hratt. Ég var allt of lengi að viðurkenna að samstarf við viðskiptafélaga væri ekki að ganga upp, að viðskiptavinurinn minn væri ekki tilbúinn að greiða nóg af peningum til að viðhalda okkar viðskiptum, að fjárfestar hefðu ekki áhuga á að fjármagna fyrirtækið mitt, sama hversu mikið þeim líkaði við mig osfrv. " - Sam Rosen, forstjóri og stofnandi, MakeSpace

10. Þú þarft að vaxa í réttu takti.

"Ég hef haft mikið af fólki sem vill fjárfesta í mínu fyrirtæki. Ein af stærstu mistökunum sem þú getur gert er að fara í samstarf við einhvern bara vegna peninga. Fjárfestirinn er mikilvægari en peningar. Þú þarft að velja einhvern sem deilir framtíðarsýn og siðgæði. Það er í lagi að vera vandlátur þegar kemur að fjárfestum. " - Tara Langdale-Schmidt, stofnandi, VuVatech

Þýtt frá Business News Daily

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

  • Facebook