3. Til að klára málið

Að eiga sitt eigið fyrirtæki gefur þér tilfinningu fyrir frelsi og valdeflingu. Þú getur þróað og byggt upp hlutina og horft á þá vaxa. Frumkvöðlar taka sínar ákvarðanir og gera sér grein fyrir sinni skapandi framtíðarsýn og þróa varanleg sambönd við aðra frumkvöðla, viðskiptavini og söluaðila. Þetta er frábær leið til að lifa.

1. Afhenda, ekki selja. Það vill enginn láta selja sér eithvað. Í alvöru, hver hefur gaman af því að fara í bílaumboð og kaupa nýjan bíl? Við vitum öll hvað við erum þá að detta inn í og ​​óttumst það.


Þannig, í stað þess að selja þínum viðskiptavinum, afhentu. Bjóddu þeim ókeypis prufuáskrift og sendu þeim frábæra vöru.


Rannsóknir hafa staðfest að það að gefa ókeypis vöru eða prufu á samfélagsmiðlum er tvisvar sinnum árangursríkara en hefðbundin tækni við harða sölu.


Þegar fyrirtæki þitt afhendir frábæra vöru eða þjónustu, muntu byggja hraðar upp hollustu þinna viðskiptavina.


2. Lítil skref. Það getur verið afdrifaríkt að byggja upp farsæla frumkvöðlastarfsemi og það er í lagi. Það er gríðarlegt verkefni að byggja upp viðskipti frá grunni.


En ég er með pottþétta aðferð: Brjóta niður.


Öll vandamál sem virðast óyfirstíganleg, sundurliðaðu þau í lítil skref.


Þegar þú hefur brotið þetta niður í lítil skref, skaltu taka skrefin, eitt í einu. Áður en þú veist af, bara með því að setja annan fótinn fram fyrir hinn, er leiðin upp fjallið hálfnuð.


Með striti og þrautseigju munu litlu skrefin koma þér langt í áttina að því að verða farsæll frumkvöðull.


3. Settu allt á dagatalið. Þú heldur að ég sé að grínast en ég er það ekki. Settu allt á dagatalið þitt.

Heldur þú að eitthvað þurfi ekki að vera á dagatalinu þínu? Það gerir það.


Settu þína fundi, rólega vinnutíman, tíma með vinum, viðskiptafundi á pöbbinum, fótboltaleiki barnanna, æfingar, máltíðir og allt annað sem þú gerir á dagatalinu þínu.


Þegar eitthvað er á dagatalinu þínu, þá vita allir sem þurfa að hitta þig að tíminn er ekki tiltækur.


Ef þú gerir þetta, er ekki settur á fundur þegar þú „ætlar“ að fara í ræktina. Hreyfing er mikilvæg fyrir frumkvöðla af mörgum ástæðum.


Þegar allt er komið á dagatalið er ekki lengur afsökun fyrir því að gera hlutina ekki.


Ég vil einnig vekja athygli á einu af þeim atriðum sem ég nefndi: Rólegur vinnutími. Það er kominn tími til að vinna, leysa vandamál eða hugsa á skapandi hátt án þess að eithvað trufli þig.


Allir þurfa svona tíma. Til að vera farsæll frumkvöðull, verndaðu rólega vinnutíman þinn. Árangur þíns fyrirtækis getur verið tengdur þessu.


4. Æfing. Vissir þú að það er slæmt fyrir heilsuna að sitja allan daginn? Það er það!


Að vera farsæll frumkvöðull þýðir ekki bara það að reka arðbær viðskipti. Keyrðu sjálfan þig út í því að stjórna þínu fyrirtæki og þú verður þá hugsanlega ekki til staðar til að njóta velgengni þess.


Þú verður að fara vel með sjálfa/n þig sem og þín viðskipti. Eitt af mörgum verkefnum sem mælt er með varðandi það að sjá um sjálfa/n sig er hreyfing.


Gakktu úr skugga um að bóka tíma í dagatalinu til að æfa sig og fara úr úr stólnum.


Þú ferð kannski í jóga, í göngur, tekur stigann í stað þess að taka lyftuna eða einfaldlega ferð í ræktina.


Settu tíma fyrir þetta í dagatalið þitt í hverri viku (jafnvel á hverjum degi?) Þú þarft að vera í formi til að sinna þínum viðskiptum.


Sjúkur eða óheilsusamur frumkvöðull er ekki farsæll frumkvöðull.


5. Fókus. Líf farsæls frumkvöðuls getur verið óreyðukennt og í ósamræmi, en það er mikilvægt að takmarka þinn tíma þinn í mörg verkefni í einu.


Rannsóknir hafa sýnt aftur og aftur að vinna mörg verkefni í einu virkar ekki. Menn eru ekki færir um það.


Mörg verkefni í einu felur í sér að vera annars hugar í símanum og á tölvupóstflippi. Lokaðu þessu og settu þetta til hiðar.


Lærðu að einbeita þér og gefðu þér tíma til að vinna að aðeins einu verkefni í einu. Ef þú gefur einu verkefni fulla athygli þýðir það að þú ert líklegri til að ná að vinna það vel.


Það er einnig mikilvægt að vita að of mörg verkefni á verkefnalistanum þínum geta gert þig óvirkan og annars hugar.


Lærðu að einbeita þér að verkefnalistanum þínum og þeim verkefnunum sem þú ert fær um að klára á þeim tíma sem þú hefur úthlutað fyrir þau.


Til dæmis skaltu stilla upp þremur verkefnum á hverju kvöldi sem þú ætlar að klára daginn eftir. Settu þér í hverjum mánuði meginmarkmið fyrirtækisins sem þú vilt ná á næstu 30 dögum.


Þessar aðferðir geta hjálpað þér að læra að einbeita þér og stjórna þínu fyrirtækinu á skilvirkari hátt.


6. Taktu þér frí. Við tökum hér að lokum það sem ég held að það sé erfiðasta fyrir farsælan frumkvöðla að koma í framkvæmd.


Já, þú þarft að taka þér frí. Flestir gera ekki nóg af því.


Þú þarft ekki að taka frí alla daga eða í hverri viku, en þú þarft að taka frí. Eftir alla þína miklu vinnu, muntu brenna hratt út.


Ég held að þetta sé mest krefjandi fyrir frumkvöðla vegna þess að þeir sjá sig oft sem ósigrandi eða telja að þeir verði að vera ósigrandi.


Nei, við erum öll fólk og við þurfum frí.


Tíminn leyfir heilanum að reika, hvíla sig og hugsa. Ertu að velta fyrir þér hvers vegna þú hugsar um svona margar hugmyndir í sturtunni? Það er vegna þess að heilinn hefur þá frjálst svið til að reika.


Jafnvel farsælustu frumkvöðlar vinna ekki alltaf. Allir þurfa frí, svo ekki skammast þín fyrir að vera mannleg/ur og eðlileg/ur.


Þegar þú tekur þér frí, láttu starfsfólkuð vita það fyrirfram og hvers vegna það er mikilvægt fyrir þig.


Að kenna starfsfólki þínu mikilvægi tímans varðandi frí mun hjálpa þeim að virða þinn tíma í burtu og viðurkenna hvenær þeir þurfa frí.


Gaman að nefna, þú þarft líka að leyfa starfsfólkinu að taka frí. Þau eru einnig mannleg og munu stöku sinnum þurfa hlé.


Taktu þér frí áður en þú þarft á því að halda og viðurkenndu að það er mikilvægt til að lækna, skapa og verða farsælli frumkvöðull.


Ertu sammála því að þetta sé erfiðasta ráðið til að vinna með í þínu frumkvöðlalífi?


7. Spyrðu. Þú veist ekki allt. Það gerir enginn.


Svo biddu um hjálp, ráð, náðu í leiðbeinendur og gerðu allt það sem þú þarft. Að spyrja spurninga veitir þér upplýsingar.


Því meiri upplýsingar sem þú hefur, því fleiri tengingar sem þú getur skapað, því auðveldara verður að reka þitt fyrirtæki.


Að spyrja spurninga hjálpar þér einnig að vera í hugarheimi nemanda, tilbúinn til að þiggja ráð og upplýsingar.


Nemendur og þeir sem spyrja spurninga eru líklegri til að verða frumkvöðlar.


8. Mistakast. Að mistakast er valkostur.


Já, ég sagði það.


Það er betra að sætta sig við þetta núna, en seinna. Þér munt mistakast á einhverjum tímapunkti.


Mistök eru þáttur í því að verða farsæll frumkvöðull, svo þú ættir að venjast því núna.


9. Fáðu innblástur. Að vera frumkvöðull er skapandi leit. Sem frumkvöðull verður þú að koma á tengingum, leysa vandamál og búa til nýja hluti sem enginn hefur hugsað um áður.


Höfundar og sköpunarverk þurfa að fá innblástur.


Árangursríkir frumkvöðlar taka tíma í það sem hvetur þá.


Kannski kemur innblásturinn frá því að fara á listasafn, kannski er það að lesa bækur, kannski er það að ganga í náttúrunni - hvað sem hvetur þig, gerðu það. Það er gott fyrir þitt fyrirtækið.


Árangursríkir frumkvöðlar þurfa innblástur. Ekki láta galdurinn bíða of lengi. Alltaf þegar þú getur og örugglega þegar þér finnst þú vera útbrunnin/n, farðu eithvert og fáðu innblástur.


Innblástur er neistinn að hugmyndum. Hugmyndir hjálpa frumkvöðlum.


10. Hjálpaðu öðrum. Frumkvöðlar eru uppteknir, þannig að þessi ábending getur verið‘ óskiljanleg. Það er auðvelt að hugsa, „Ég hef ekki tíma til að hjálpa öðrum! Ég er svo upptekinn nú þegar! “


Að hjálpa öðrum getur verið hvetjandi og uppbyggjandi.


Hversu gott finnst þér það að hjálpa öðrum? Sem frumkvöðull ertu með tengslanet þar sem þú getur deilt þinni þekkingu og gefið fólki góð ráð. Af hverju ættir þú ekki að hjálpa öðrum?


Þegar þú hjálpar einhverjum munu þeir líklega finna leið til að hjálpa þér. Kannski ekki í dag eða á morgun, en einhvern tíman í framtíðinni munu þeir hjálpa þér þegar þú þarft á því að halda.


Að hjálpa öðrum er líka frábær leið til að byggja upp tryggt og gott stuðningsnet í kringum þig.


Árangursríkir frumkvöðlar hjálpa fólki sem þeir hitta.


Niðurstaða

Til að ná árangri í viðskiptum þarf ekki að vera árangur á einni nóttu. Reyndar er þetta að mestu goðsögn.


Eins og kemur fram í þessum 30 ráðum, verður þú að taka langtímastefnu og byggja hana á litlum skrefum þangað til þú verður farsæl/l.


Þú getur gert það, en aðeins ef þú ert meðvitaður um mögulega hættur og tilbúin/n til að mistakast.


Það er líka mikilvægt að veita og þiggja hjálp. Frumkvöðlastarf er ekki einsleitt ferðalag. Það þarf þorp eins og sagt er.


Að ná árangri sem frumkvöðull er ekki auðvelt verk, en með þessum einföldu ráðum vona ég að það verði aðeins auðveldara.


Mundu að stærsta áskorunin fyrir alla frumkvöðla er að taka smá frí og hlusta á kvartanir. Ég held að þessi ráð séu oft gleymd en eru svo mikilvæg til að verða farsæll frumkvöðull.


Hvað gerir þig að frumkvöðli?

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

  • Facebook