2. Svo þetta

Að eiga sitt eigið fyrirtæki gefur þér tilfinningu fyrir frelsi og valdeflingu. Þú getur þróað og byggt upp hlutina og horft á þá vaxa. Frumkvöðlar taka sínar ákvarðanir og gera sér grein fyrir sinni skapandi framtíðarsýn og þróa varanleg sambönd við aðra frumkvöðla, viðskiptavini og söluaðila. Þetta er frábær leið til að lifa.


 1. Skipuleggðu þinn fjárhag. Fyrirtæki og frumkvöðlastarf þurfa peninga. Þetta er hluti af þessum lífsstíl. Margir frumkvöðlar verja of miklum tíma í að leita að peningumí stað þess að fara í aðgerðir, en það þýðir samt ekki að þú getir hoppað út í hylinn án þess að hafa áætlun. Flestir frumkvöðlar nota eigin fjármagn (sparnað, lán) til að fara af stað með sín viðskipti. Það er áhættusamt. Gerðu áætlun og þú lágmarkar þína áhættu. Skipuleggðu þinn fjárhag í byrjun og reyndu að halda fast við það, en að sjálfsögðu þarf að laga áætlunina á leiðinni.

 2. Viðskiptavinurinn. Ein algengasta ástæðan fyrir því að frumkvöðlafyrirtæki mistakast er að það er enginn viðskiptavinur. Ef þú stofnar fyrirtæki og framleiðir vöru eða býður upp á þjónustu, en veist ekki hverjir munu kaupa þetta, gæti væntanlegur viðskiptavinur hugsanlega ekki raunverulega verið til. Aflaðu fjármagns áður en þú gerir fjárhagsáætlun og gangtu úr skugga um að viðskiptavinurinn sé til, viðskiptavinur sem muni kaupa þína vöruna eða nota þína þjónustÁn viðskiptavinar eru engin viðskipti. Árangursríkir frumkvöðlar vita hverjir þeirra viðskiptavinir eru.

 3. Kvartanir. Þetta er eitt af því sem ég held að sé hvað mikilvægast fyrir frumkvöðla að læra. Kvartanir viðskiptavinarins snúast um það hvort þú þekkir veikleika fyrirtækisins. Á sama hátt og síðasta innlegg, án þinna viðskiptavina getur þú ekki átt farsæl viðskipti. Þó er hugsanlega til önnur möguleg atburðarás. Þú kannski átt viðskiptavini sem hafa áhuga á þinni vöru eða þjónustu, en ef þú hlustar ekki á þeirra kvartanir/athugasemdir áttu fljótlega enga viðskiptavini. Taktu viðskiptavini þína alvarlega, hlustaðu á og meðhöndlaðu þeirra kvartanir/athugasemdir af virðingu. Þú gætir haldið að þú sért að gefa þeim eithvert gildi með þinni vöru og þjónustu, en þeir eru kannski ekki sammála. Viðskiptavinir þínir vita hvað þeir vilja og þeir munu segja þér hvað þeim finnst. Snjall og farsæll frumkvöðull hlustar á þessar kvartanir/athugasemdir og notar þessar upplýsingar til að lagafæra veikleika fyrirtækisins varðandi vörur og þjónustu.

 4. Væntingar. Ef þú skilar meiru en þú lofaðir, getur þú verið viss um að hafa ánægða viðskiptavini, fjárfesta og viðskiptafélaga. Að lofa og ekki skila er fljótleg leið til að tapa viðskiptum Flestir farsælir frumkvöðlar standast yfirleitt væntingar sinna viðskiptavina.

 5. Stjórna áhættu. Manstu þegar ég sagði að þú ættir að taka áhættu? Já, þú ættir að gera það, en þú ættir ekki endilega að taka alla þá áhættu sem er á borðinu. Í staðinn skaltu stjórna þinni áhættu. Lærðu að gera þér grein fyrir hvaða áhættu er vert að taka og hvaða áhættu þú ættir að sniðganga. Til dæmis, ef það passar ekki við myndina að vera hinn dæmigerði frumkvöðull þarftu að komast að því hvernig þú getur passað betur inn og þannig takmarkað áhættuna á því að gengið sé fram hjá þér vegna þess að þú sert öðruvísi. Sem farsæll frumkvöðull þarftu að læra hvernig á að bera kennsl á hvaða áhættu þú átt að taka, en einnig hvenær þú átt að taka áhættu. Að taka áhættu snýst ekki bara um hver áhættan er, heldur líka hvenær þú ert að taka áhættuna. Það gæti verið minni áhætta í að mistakast illa við stofnun á fyrirtæki, en þegar fyrirtækið er komið lengra á veg. Vertu viss um að viðurkenna hvar þú ert í frumkvöðlastiginu þegar þú reiknar út hvaða áhættu þú átt að taka. Lærðu að stjórna þinni áhættu og þú munt verða mun farsælli frumkvöðull.

 6. Dæmisögur. Sem frumkvöðull getur þú verið mjög upptekinn í þínum viðskiptum og þarft að vera það allan tímann, þannig að þegar þú kemur heim og hefur smá stund aflögu gætirðu þú freistast til að lesa skáldskap eða aðrar bækur til skemmtunar. staðinn hvet ég þig til að lesa dæmisögur. Lestu ævisögur vel heppnaðra athafnamanna. Lestu allt sem þú getur fengið í hendurnar um þá sem þegar hafa náð árangri. Það er alltaf eitthvað að læra af þeim sem þegar hafa gert það. Ég held að það sé sérstaklega mikilvægt að læra af mistökum annarra. Ef þú lærir af mistökum þeirra þarftu ekki að gera þessi mistök sjálfur. Ef þú gerir sjálfur mistök skaltu tryggja að þú lærir af þeim. Því meira sem þú lærir af mistökum annarra og þeirra árangri, því hraðar getur þú aukið þín viðskipti og orðið farsæll frumkvöðull.

 7. Sjálfstæði. Margir vilja ekki lyfta sjálfum sig eða tala of mikið um sín viðskipti af ótta við að hljóma eins og vitfirringur. En ef þú auglýsir ekki þín viðskipti, hver gerir það? Hægt er að aðgreina sjálfstengda kynningu og faglega kynningu. Þekktu fyrirtækið þitt, þekktu lykilatriðin og hafa þína faglegu 15 sekúndna lyftukynningu tilbúna í loftið. Þegar einhver spyr þig um fyrirtækið þitt, þarftu að geta kynnt það faglega á stuttum tíma Önnur leið til að koma sjálfum sér á framfæri án þess að hljóma kjánalega, er að vita hvað þínir viðskiptavinir segja um fyrirtækið þitt. Þegar einhver spyr hvernig gengur með þín viðskipti, geturðu sagt þeim frá viðbrögðum þinna viðskiptavina. Ekki gleyma að vera með eitthvað af því slæma í bland við allt það góða.

 8. Fyrirtækjamenning. Það kann einhverntíman að hafa verið tími þar sem fyrirtækjamenning var ekki mikilvæg, en með samfélagsmiðlum og fréttum allan sólarhringinn eru þitt fyrirtæki og þínir starfsmenn alltaf til skoðunar. Viðhorf þitt, skoðanir og siðferði setja tóninn fyrir restina af þínu fyrirtæki og menningu. Settu upp jákvæða fyrirtækjamenningu frá fyrsta degi og þú ert líklegri til að vinna með fólki sem þér líður vel með, sem hvetur þig og laðar að þér frábæra viðskiptavini. Margir frumkvöðlar eru að vinna með fjölskyldunni, að heiman eða jafnvel yfir landamæri. Það er mikilvægt að stilla af og vita hvernig þú vilt að þín fyrirtækjamenningin líti út.

 9. Net, net, net. Það er ekkert sem heitir of tengslanet. Ekki láta takmarkaða vinnu í þínu neti koma í veg fyrir að byggja upp viðskipti þín. Það sem ég meina er að þú ættir aldrei að hætta að vinna í tengslanetinu því þú veist aldrei hvaðan næsti viðskiptavinur þinn kemur. Þú ert ekki ein/n. Ef þú ert í sambandi við mikið af fólki muntu fekar lenda á öðrum frumkvöðli sem gæti haft þær hugmyndir og tengingar sem þig vantar. Þú gætir fundið nýja tengingu meðan þú færð þér einn bjór á flugvallarbarnum, þú gætir hitt þinn næsta viðskiptafélaga í lyftu á leið á fund og þú veist bara aldrei hver situr við hliðina á þér í strætó. Hittu alla sem þú kemst í snertingu við og áttu stutt spjall. Þú veist aldrei við hliðina á hverjum þú situr og hvaða tengingar eða úrræði sá aðili gæti hugsanlega boðið þér.

 10. Læra og búa til. Árangursríkasta hugarfar frumkvöðla er að læra og skapa. Sem frumkvöðull, viltu alltaf vera að taka inn nýjar upplýsingar og búa til. Þessi tegund af hugarfari getur verið tæmandi og þreytandi, en án hennar ertu ekki að fara neitt. Til að vera í hugarheimi nemanda og skapara þarftu að forðast sjónvarp, afþreyingu á samfélagsmiðlum og kvikmyndir. Þessar tegundir afþreyingar valda því að við verðum óvirk og tökum bara inn upplýsingar. Stundaðu allt í hófi, en almennt er svona afþreying tímasóun fyrir frumkvöðla. Að takmarka þinn skemmtitíma er fórn sem verður að færa til að verða frumkvöðull. Í stað þess að horfa á sjónvarp og kvikmyndir skaltu lesa dæmisögur og hugleiða. Gættu að þínum huga og líkama á uppbyggjandi, græðandi hátt. Þér kann að „líða vel“ við að horfa á sjónvarpið en það er í raun ekki endurnærandi leið til að slaka á. Til að vera frumkvöðull, finndu afslappandi athafnir sem hjálpa til við að endurheimta hugarheim nemandans og skaparans.

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

 • Facebook