1. Fara af stað

Að eiga sitt eigið fyrirtæki gefur þér tilfinningu fyrir frelsi og valdeflingu. Þú getur þróað og byggt upp hlutina og horft á þá vaxa. Frumkvöðlar taka sínar ákvarðanir og gera sér grein fyrir sinni skapandi framtíðarsýn og þróa varanleg sambönd við aðra frumkvöðla, viðskiptavini og söluaðila. Þetta er frábær leið til að lifa.


Hér eru nokkur ráð til að hjálpa þér við að ná árangri sem frumkvöðull:

 1. Úthald. Úthald er viðhorf sem við gerum ráð fyrir af frumkvöðlum. Úthald er hæfileikinn til að halda áfram að vinna þegar allir segja þér að þú ættir að gefast upp. Ef þú vilt verða farsæll frumkvöðull verður þú að hafa úthald. Þu ferð ekki neitt í frumkvöðla umhverfinu án mikillar vinnu og þrautseigju.

 2. Áskorun. Ef þú vilt vera farsæll frumkvöðull verður þú að skora á sjálfa/n þig. Enginn annar mun þrýsta á þig, svo það er undir þér komið að gera það. Áskoranir halda frumkvöðlum í takt og á tánum. Ef þú ert stöðugt að leita að næstu áskorun verðurðu alltaf tilbúinn fyrir það sem kemur upp á leiðinni.

 3. Ástríða. Ef þú elskar ekki það sem þú ert að gera, ekki gera það. Þetta er sannarlega að þetta sé eins einfalt og það. Sem frumkvöðull þarftu að leggja fram mikla vinnu í langan tíma og færa fórnir fyrir þitt fyrirtæki. Þegar þú hefur brennandi áhuga á því sem þú gerir, þá líður þér ekki eins og þú sért að færa fórnir með löngum vinnutíma. Ef þú hefur ekki brennandi áhuga á því sem þú ert að gera muntu ekki hafa nauðsynlega hvatningu til að halda áfram þegar þú ert stressuð/aður og þreytt/ur. Hefur þú einhvern tíma tekið eftir þessum frumkvöðlum sem aldrei virðast verða þreyttir? Þessir frumkvöðlar fá blik í augun þegar þeir tala um það sem þeir gera? Já, þetta er ástríða. 44% frumkvöðla hófu sín viðskipti vegna þess að þeir sáu tækifæri til að skapa eitthvað frábært. Þeir höfðu brennandi áhuga á sínum viðskiptum. Hvað með þig? Vertu ástríðufull/ur með það sem þú gerir og þá verður aðeins auðveldara að vera frumkvöðull.

 4. Áhætta. Fólk eru yfirleitt áhættufælið en hluti af því að vera frumkvöðull er að viðurkenna áhættuna sem þú þú þarft stundum að taka. Árangursríkt athafnafólk tekur áhættu. Það er hluti af starfinu. Árangursríkt athafnafólk veit líka hvaða áhættu það á að taka og hvaða áhættu það ætti ekki að taka. Lærðu að þekkja áhættu sem gagnast þín fyrirtæki og taka hana. Að taka áhættu getur verið hættulegt, en tækifærin sem það býður upp á er oft miklu meira vircði en möguleg áhætta. Lærðu hvernig á að greina hvaða áhætta er þess virði að taka og þú munt læra hvernig á að vera farsæll frumkvöðull.

 5. Sjálfstraust. Hverju skilar það að trúa ekki á sjálfan þig? Að vera farsæll frumkvöðull þýðir að þú hefur lært að hlusta á þitt innsæi og treysta á þína visku þegar þú tekur ákvarðanir Geta þín til að treysta og trúa á sjálfan þig sýnir þitt sjálfstraust. Fólk er líklegra til að fylgja og treysta sjálfsöruggum leiðtoga. Að treysta á eigin kunnáttu mun einnig minnka sársaukann í óvissunni í að vera frumkvöðull. Þegar ert óviss skaltu muna hversu mikla reynslu og þekkingu þú hefur. Flest athafnafólk byrjar sín viðskipti eftir margra ára reynslu af því að vinna fyrir einhvern annan. Það er ekkert athugavert við að biðja um hjálp þegar þú þarft á því að halda eða leita til annarra til að fá ráð, en þú verður líka að læra að treysta sjálfum þér og eigin dómgreind án þess að fá eithvað frá öðrum. Lærðu að treysta sjálfri/um þér og þú ert þegar farinn að ná árangri sem frumkvöðull.

 6. Ótti. Ótti stöðvar aðgerðir. Frumkvöðlar verða að geta gripið fljótt til aðgerða þegar þeir sjá tækifæri eða mistök. Með ótta í fartexinu muntu ekki vera farsæll frumkvöðull. Sem frumkvöðull, ef þú lætur óttann vera þinn leiðarvísi, munt þú ekki geta hlustað á þitt innsæi, þú verður hrædd/ur við að taka nauðsynlega áhættu og dómgreind þín mun brenglast af tilfinningum. Finndu leiðir til að draga úr og stjórna þínum ótta og þú munt verða mun farsælli frumkvöðull. Mundu að ótti hefur með sjónarhorn að gera. Rannsóknir hafa sýnt að því meira sem sem þú horfir á glæpi í sjónvarpinu, þeim mun líklegra er að þú óttist glæpi. Draga úr ótta þínum með því að breyta þínu sjónarhorni. Þú getur stjórnað ótta sem frumkvöðull með því að gera æfingar sem byggja upp sjálfstraust. Það getur t.d. verið gott að taka smá stund á kvöldin til að hugsa um þær ákvarðanir sem þú tókst þann daginn og skiluðu árangursríkri niðurstöðu. Að hugsa á hverjum degi um þær ákvarðanir sem þú tókst og komu þér, öðrum eða fyrirtækinu til góða, mun hjálpa þér að byggja hratt upp þitt sjálfstraust og draga úr þínum ótta.

 7. Sjónræn markmið. Þegar talað er um að frumkvöðlar sjái sín markmið er ekki verið að tala um að þeir loki augunum og sjái markmiðin fyrir framan sig. Það sem verið er að tala um að gera til að sjá þín markmið er að skilgreina þau svo skýrt að þau séu raunveruleg og áþreifanlegt Til dæmis, hvað af þessu er árangursríkara. - Mig langar að verða frumkvöðull. - Ég mun verða farsæll frumkvöðull með því að stofna fyrirtæki sem leysir vandamál og kemur með lausnir fyrir mína viðskiptavini. Seinni, ekki satt? Þegar þú getur greinilega mótað og sjóngert þín markmið verður þau mögulegri. Það eru margar leiðir til að sjá þín markmið ef þú ert ekki viss um hvernig á að byrja. Þú getur t.d. skrifað þau eða teiknað. Þú getur sagt einhverjum frá þeim, svo sem vini eða viðskiptafélaga eða tekið ljósmyndir sem tákna þín markmið. Notaðu þína styrkleika. Ef þú spyrð farsælan frumkvöðull um hvert markmið hans hans var, getur hann sagt þér mjög ítarlega frá því sem hann var og er að vinna með.

 8. Ráða frábæra félaga. Árangursríkir frumkvöðlar ná ekki árangri í tómarúmi. Við höfum öll frábært stuðningsnet á bak við okkur. Að ráða frábæra félaga er ekki bara að ráða einhvern sem getur sinnt starfinu sem þú ert að ráða þá í. Þú þarft að ráða félaga sem hafa mikla persónuhæfileika og þér líkar við og virðir. Bónusinn er að þú ert líklegri til að ná árangri með félaga en bara á eigin spýtur. Þú og þínir félagar munu vinna langan tíma saman og taka stressandi ákvarðanir. Ef félagar þínir hafa ekki persónuleika sem þú virðir, mun þitt lið ekki endast lengi. Fylltu teymið þitt af fólki sem hefur sterka persónueiginleika og þú ert á góðri leið með að ná árangri. Þegar þú velur þína félaga og liðsmenn skaltu alltaf muna að þú getur kennt hæfileika, en ekki karakter einkenni.

 9. Framkvæma. Of mikil umræða seinkar aðgerðum. Árangursríkir frumkvöðlar bregðast við. Það er auðvelt að vera hafa nákvæma skipulagningu, huga að hugsanlegum mistökum, ræða um fjármagn og taka umræðu á fundum með stjórnarmönnum. Ef allt sem þú gerir er að tala, þá nærðu engu fram. Á einhverjum tímapunkti verður þú að stöðva umræðuna og láta eitthvað gerast.

 10. Velgengni. Heldurðu að það sé til eitthvað sem heitir velgengni á einni nóttu? Ég mæli með að þú skoðir þetta nánar. Við nánari skoðun unnu þeir einstaklingar sem við teljum hafa náð árangri á einni nóttu virkilega hörðum höndum í langan tíma til að ná sínum árangri. Þegar þú heldur að þú hafir fundið aðila sem hafi náð árangri á einni nóttu skaltu skoða nánar klukkustundirnar, dagana og árin sem fóru í þennan árangur þeirra. Skoðaðu þeirra líf, það sem þeir lærðu og hversu oft þeim mistókst. Árangursríkir frumkvöðlar taka þann tíma sem þarf til að ná árangri og flestir þeirra hafa gert mörg mistök á leiðinni. Ef þér finnst að það taki of langan tíma að ná árangri, taktu smá hlé. Haltu áfram að tengja þig, leggðu stundirnar inn og áður en langt um líður muntu verða farsæll frumkvöðull. Ímyndaðu þér að horfa aftur á alla þína vinnu og vita að það borgaði sig. Hafðu þá mynd í höfðinu til að hvetja þig áfram í gegnum langa og erfiða tíma.

© 2019 - Frumkvöðull - Leið til að skapa betri stöðu
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

 • Facebook