Frumkvöðlanám - að stofna og starfrækja eigið fyrirtæki

– tilgangur, samskiptafærni, leiðtogun, fjármálafærni og rekstur á eigin fyrirtæki

Frumkvöðlanám Frumkvöðlaskólans er byggt á alþjóðlegum grunni með vinnustofum í sjálfstyrkingu, fjármálafærni, samskiptahæfni og leiðtogun. Við þetta bætast tæknilegir þættir eins og skráning á fyrirtæki, rekstraráætlanir, sölumál, markaðsmál, auglýsingar, markaðsgreiningar og fleira. Námið er hugsað á þeim grunni að byggja ofan á þekkingu sem fyrir er og ætlað að efla þá styrkleika sem eru fyrir hendi hjá hverjum og einum.

 

Frumkvöðlanámið er fyrir þá sem vilja stofna eigið fyrirtæki eða starfa sem sjálfstæðir viðurkenndir leiðbeinendur í sjálfstyrkingu og fjármálafærni. Engin sérstök skilyrði í menntun eða öðru eru fyrir skráningu í námið.

ÁFANGI I: Byggja upp sterkan tilgang.

Hverju viltu áorka og hefurðu það sem þarf til að ná alvöru árangri. Þessi vinnustofa leggur grunninn að því um hvað lífið snýst um hjá þér og dregur fram þær áherslur sem skipta mestu máli fyrir þig.

Hver er sá kjarni sem dregur þig áfram á hverjum degi? Hver er ástæðan fyrir því að þú vaknar á morgnana? Til hvers ertu að lifa þessu lífi og hverju ætlar þú að ná fram með því? Ef þú ætlar að gera grundvallarbreytingum á þínu lífi og breyta þinni hugsun í grunnatriðum lífsins, þá þarftu að byggja þá breytingu á sterkum innri kjarna.
ÁFANGI II: Samskiptafærni og leiðtogahæfni
LET (Leader Effectiveness Training) er 2. hlutinn í  Frumkvöðlanáminu. Markmiðið með þessari vinnustofu er að efla leiðtogun og samskiptafærni til undirbúa þig fyrir sjálfstæðan rekstur. LET hugmyndafræðin er notuð af 7 milljón manns um allan heim.
LET leiðtogavinnustofan er frábær fyrir þá sem vilja reka eigið fyrirtæki, vera öflugir í félagsstarfi, byggja upp góðan starfsferil eða bara vera skemmtilegri með fjölskyldu og vinum. LET kennir þér virk samskipti, öfluga samningafærni og góða sölutækni.
ÁFANGI III: Fjármálafærni og fjármálalæsi
Vinnustofan "Financial Fitness" er 3. hluti Frumkvöðlanámsins. Þetta er fjármálalegt fræðsluumhverfi og inniheldur fræðslu, persónulega stefnumótun og sjálfstyrkingu í fjármálum og þjálfar fólk í að starfa fjárhagslega  sjálfstætt í eigin umhverfi.
  Vörnin: - komast út úr skuldum og vera þar
  Sóknin: - hvernig á að afla og eignast meiri peninga
  Leikreglurnar: - skilja þau atriði sem hafa áhrif á þín fjármál
ÁFANGI IV: Tekjuleiðir, stofnun og rekstur á fyrirtæki
Byond Financial Fitness vinnustofan er 4. hluti Frumkvöðlanámsins. Hér læra nemendur að hámarka möguleika á ólíku streymi tekna og að leggja grunn að vaxandi eignasafni sem skapar aukið tekjuflæði.​ Markmiðið er að skilja hvernig ákveðnir þættir vinna gegn fólki og hvernig "efnahagsleikurinn í samfélaginu" er ekki alltaf þér í hag.
 
Hér er líka farið í gegnum tæknileg atriði um stofnun fyrirtækis, gerð viðskiptaáætlana, greiningu á markaðsumhverfi, stefnumótun í kynningarmálum og áherslur í sölu á vöru og þjónustu.

Öll kennsla og þjálfun er leidd af leiðbeinendum sem eru menntaðir markþjálfar og sérhæfa sig í viðskipta- og frumkvöðlamarkþjálfun.

1.

Vinnustofurnar í Finincial Fitness og Byond Financial Fitness er hugmyndafræði sem á engan sinn líka í heiminum.

2.

LET vinnustofa Gordon Training International er stjórnendaþjálfun sem mörg af stærstu og öflugustu fyrirtækjum í heimi nota.

3.

Boðið er upp á framhalds nám fyrir þá sem vilja fá vottun sem leiðbeinendur á vinnustofum frá Gordon Training International.

4.

Að námi loknu tekur við frumkvöðlamarkþjálfun, 
þátttaka í samfélagi frumkvöðla og liðveisla frá reyndum mentorum.

5.

Eftir námið hafa þátttakendur öðlast grunn til að reka eigið fyrirtæki eða starfa sem leiðbeinendur í sjálfstyrkingu og fjármálafærni.

6.

Boðið er upp á margar greiðsluleiðir sem henta flestum.

Námið er
styrkt í allt að 90% af mörgum stéttarfélögum.

Sérstaða Frumkvöðlanámsins

 • Lögð er áhersla á að kenna grunnreglur í fjármálalæsi og hvernig efnahagsumhverfið virkar. Þetta er hvergi kennt almennt nema kannski sem sérsvið í háskólanámi.

 • Í náminu er viðurkennd alþjóðleg leiðtoga- og samskiptafræðsla sem mörg af stærstu fyrirtækjum í heimi hafa notað.

 • Allir nemendur fá frumkvöðlamarkþjálfun, persónulegan þjálfara í árangursstjórnun.

 • Að loknu grunnnámi fá nemendur aðgang að námsneti sem er app í farsíma með aðgang að öllum grunnatriðum úr grunnnáminu. Þar er hægt að fletta upp atriðum í náminu í dagsins önn á meðan verið er að tileikna sér breytta hugsun.

 • Eftir grunnnám tekur við Frumkvöðlasamfélag þar sem nemendur eru allir saman í „mastermind“ hóp sem hittist reglulega.

 • Að loknu grunnnámi fær nemandi úthlutað persónulegum mentor sem er reyndur aðili úr viðskiptalífinu. Þessi aðili er til samráðs við að byggja upp viðskiptatækifæri á fyrstu skrefum.

 • Árlega stendur Frumkvöðlaskólinn fyrir viðburðum þar sem nemendur og útskrifaðir aðila geta komið saman og rætt áherslur í frumkvöðlun og þróun í viðskiptum.

Framúrskarandi kennsluefni
 1. Tilgangurinn - vinnubók - Viktor E. Frankl, Cris Brady, Orrin Woodward
 2. Leader Effectiveness Training - bók/vinnubók,Thomas Gordon
 3. Financial Fitness - bók/vinnubók Cris Brady og Orrin Woodward
 4. Byond Financial Fitness - bók/vinnubók, Cris Brady og Orrin Woodward
 • Leitin að tilgangi lífssins - Viktor E. Frankl
 • The Leadership Train - Orrin Woodward
 • Living Intentionally for Excellence - Cris Brady og Orrin Woodward
 • Frumkvöðlasamfélagið - leiðbeiningar
 • Frumkvöðlamarkþjálfun - leiðbeiningar
 • Liðveisla í viðskiptum - leiðbeininar
 • Selling on the spot - leiðbeiningar
Innifalið í náminu er skráning í alþjóðlegt umhverfi The Life Leadership, stuðnings umhverfi Gordon Training Internationa, Námsnet Frumkvöðlaskólans og aðild að Frumkvöðlasamfélagi.

Frumkvöðlanámið - Spurningar og svör

Námið er byggt á alþjóðlegri hugmyndafræði


Frumkvöðlanámið er samsett úr tveimur alþjóðleguð þjálfunarkerfum sem annarsvegar er Finachial fitness þar sem áherslan er lögð á persónulegan tilgang, fjárhagslega færni og að læra leikreglurnar í efnahagslega umhverfinu. Þetta er fjármálalegt fræðsluumhverfi sem inniheldur alhliða fjármálalega fræðslu, persónulega stefnumótun og styrkingu ásamt stuðning til að læra að starfa sjálfstætt í eigin umhverfi. Hins vegar er um að ræða LET (Leader Effectiveness Training) þar sem áhersla er lögð á samskiptafærni og að byggja upp leiðtogahæfni. LET er alþjóðlega viðurkennd vinnustofa í stjórnun og samskiptum og byggir á sex þrepa innleiðingu á þverfaglegum færniþáttum í samskiptum og nýsköpun í stjórnun til að styrkja innra samstarf og efla sköpun til að hámarka framlegð hjá fyrirtækjum og stofnunum. Nánar um námsferlið hér
Þín eigin viðskiptahugmynd eða þú velur nýja hjá okkur


Grunnþátturinn í Frumkvöðlaleiðinni er að vinna með eigið viðskiptatækifæri í gegnum allt ferlið. Þátttakendur geta verið með sína eigin viðskiptahugmynd eða valið viðskiptahugmynd hjá Frumkvöðlaskólanum sem hentar þeirra áherslum, þekkingu og reynslu.
Þátttaka í frumkvöðlasamfélagi


Það er alltaf erfitt að vera ein/n í að byggja upp eigin sjálfstæða rekstur og margir frumkvöðlar lenda í erfiðum aðstæðum sem skapa kvíða, kulnun og geta jafnvel skaðað heilsuna til lengri tíma. Þetta er það sem flestir frumkvöðlar segja að að sé erfiðast að eiga við. Að náminu loknu ert þú hluti af frumkvöðlasamfélagi þar sem allir þínir samnemendur eru. Þessi hópur hittist reglulega til að ræða sameignleg viðfangsefni og einnig er þarna persónulegur stuðningur þar sem allur hópurinn einbeitir sér að hverjum og einum í hópnum.
Sérhæfð viðskipta- og frumkvöðlamarkþjálfun


Að byggja upp eigin atvinnurekstur er langt ferðalag og það þarf að hafa sterka framtíðarsýn til að komast yfir öll erfiðu verkefnin á leiðinni. Allir þátttakendur í Frumkvöðlaleiðinni fá sérhæfða og persónulega viðskipta- og frumkvöðlamarkþjálfun þar sem unnið er með framtíðarsýn,markmið og aðgerðaráætlun. Síðan er tekið reglulegt endurmat til að stilla af aðgerðaráætlun og koma þannig til móts við þær breytingar sem verða á leiðinni.
Aðgangur að námsefni á námsneti Frumkvöðlaskólans


Frumkvöðlaskólin er með gagnvirkt námsumhverfi á netinu og þátttakendur í Frumkvöðlaleiðinni munu þar hafa aðgang að styrktar námsefni þar sem hægt verður að fletta upp flestu því sem farið var í gegnum í námsferlinu. Þetta er hugsað til að halda við þeirri þekkingu sem þátttakendur fengu í náminu og styrkja þannig að sú þekking skili sér í áframhaldandi vinnu.
Grunnkynningarefni í þínu nýja fyrirtæki (vefsíða og Facebook síða)


Innifalið í náminu er kennsla og þjálfun í að setja upp eigin vefsíðu og Facebook síðu. Eftir þessa þjálfun ættu þátttakendur að geta viðhaldið og sett inn efni, bæði á sína vefsíðu og Facebook síðu. Einnig er gert ráð fyrir að fara lauslega í gegnum markaðssetningu inn á samfélagsmiðla og hvernig vefsíða virkar í þessu sem upplýsingagrunnur.
Greiðsluumhverfi


 • Til að festa þína skráningu í náminu þarf að greiða staðfestingargjald kr. 50.000,-. Hægt er að leggja greiðslu inn á reikning eða fá greiðsluseðil í netbanka.
 • Mörg verkalýsðfélag taka þátt í kostnaði við námið og í sumum tilfellum allt að 90%.
 • Boðið er upp á raðgreiðslur, léttgreiðslur, Netgíró eða að skipta greiðslum á nokkra mánuði.
Liðveisla reyndra mentora úr viðskiptalífinu


Eitt af því sem skiptir miklu máli þegar verið að vinna með eigin viðskiptahugmynd, er að njóta ráðlegginga og reynslu frá aðilum í viðskiptalífinu sem geta þannig skapa öryggi og festu við það að byggja upp þitt nýja fyrirtæki. Að hafa aðgang að slíkri þekkingu og reynslu getur komið í veg fyrir mistök og einnig skapað öryggi og festu við uppbygginguna.

Frumkvöðlanám - lýsing á áföngum

© 2019 Frumkvöðlaskólinn 
gudmundur@frumkvodull.is, sími 893 0014 - maggasigga@frumkvodull.is, sími 6662211

 • Facebook